Announcing: BahaiPrayers.net


More Books by bænir

Andleg lausn
Andleg ráð
Andlegir eiginleikar
Aukadagarnir
Aðstoð
Bahá’í bænir-Íslenska
Bænir fyrir látnum
Börn og unglingar
Eining
Eldtaflan
Erfiðleikar og mótlæti
Fastan
Fjölskyldur
Fundir
Fyrirgefning
Græðing
Hjálp í mótlæti
Hjónaband
Kennsla og þjónusta
Kvöldbænir
Lengri skyldubænin
Lengsta skyldubænin
Lofgjörð og þökk
Mannkynið
Miskunn
Morgunbænir
Naw-Rúz
Réttur Guðs
Sigur málstaðarins
Sjóðurinn
Staðfesta
Stutta skyldubænin
Sáttmálinn
Tafla Ahmads
Tafla Hins heilaga sæfara
Vernd
Vitjunartafla
Free Interfaith Software

Web - Windows - iPhone








bænir : Tafla Ahmads
Tafla Ahmads (#1762)

*„Þessar daglegu skyldubænir, ásamt nokkrum öðrum bænum, svo sem Lækningabæninni og Töflu Ahmads, hefur Bahá’u’lláh gætt sérstökum mætti og merkingu, og því skyldu þær viðurkenndar sem slíkar og átrúendurnir ættu að lesa þær með efunarlausri trú og fullvissu, svo að þeir megi með tilstuðlan þeirra komast í miklu nánara samneyti við Guð og geti samkennt sig í enn ríkari mæli lögum hans og fyrirmælum.“ —Shoghi Effendi

Hann er konungurinn, sá sem allt þekkir, hinn vitri!

Sjá, næturgali paradísar syngur á hríslum eilífðartrésins heilagan, hugljúfan óð, kunngerir hinum hreinlyndu fagnaðartíðindin um nálægð Guðs, kallar þá, sem trúa á guðlega einingu, til forgarðs návistar hins örláta, upplýsir hina afskiptu um boðskapinn, sem opinberaður hefur verið af Guði, konunginum, hinum dýrlega, hinum óviðjafnanlega, leiðir elskendurna til sætis heilagleikans og til þessarar geislandi fegurðar.

Vissulega er þetta hin mesta fegurð, sem sögð var fyrir í bókum boðberanna, en með þeirra fulltingi mun sannleikurinn verða greindur frá villu og viska sérhverrar skipunar metin. Sannlega er hann lífstréð, sem ber ávexti Guðs, hins upphafna og máttuga, hins mikla.

Ó Ahmad! Ber því vitni, að sannlega er hann Guð og að enginn er Guð nema hann, konungurinn, verndarinn, hinn óviðjafnanlegi, hinn almáttugi. Og að sá, sem hann sendi, ‘Alí að nafni, (þ.e. hans heilagleiki Bábinn) var hinn sanni frá Guði og öll lútum við boðum hans.

Seg: ó fólk, hlýðnist fyrirmælum Guðs, sem yður hafa verið sett í Bayáninum af hinum dýrlega, hinum vitra. Vissulega er hann konungur boðberanna og bók hans er móðurbókin, ef aðeins þér vissuð það.

Þannig kallar næturgalinn til yðar frá þessari prísund. Hans er aðeins að flytja þennan skýra boðskap. Látið þann, sem það kýs snúa baki við ráðgjöf hans, og þann sem það kýs, látið hann velja leiðina til Drottins síns.

Ó, fólk, ef þér hafnið þessum versum, hvað er þá til sannindamerkis um trú yðar á Guð? Sýnið það, ó samsafn fláráðra! Nei, við þann sem hefur í hendi sér sál mína, þeir geta það eigi og munu aldrei geta það, jafnvel þótt þeir taki sig saman og hjálpi hver öðrum.

Ó Ahmad! Gleym eigi örlæti mínu meðan Ég er fjarverandi. Minnst þú daga minna um daga þína og hryggðar minnar og útlegðar í þessu fjarlæga fangelsi. Og ver svo staðfastur í ást minni, að hjarta þitt glúpni eigi jafnvel þótt sverðalögum óvinanna rigni yfir þig og himnarnir allir og jörðin rísi gegn þér. Ver sem eldslogi óvinum mínum og elfur eilífs lífs ástvinum mínum og heyr eigi þeim til sem efast. Og ef þrenging yfirþyrmir þig á vegi mínum eða niðurlæging mætir þér sakir mín, lát ekki hugfallast. Set traust þitt á Guð, Guð þinn og Drottinn feðra þinna. Því að fólkið reikar á blekkingarstigum, svift skilningi til að sjá Guð með sínum eigin augum eða heyra söngljóð hans með sínum eigin eyrum. Þannig hefur það birst oss eins og einnig þú berð vitni. Þannig hefur hjátrú þeirra orðið að blæjum milli þeirra sjálfra og hjartna þeirra og haldið þeim frá vegi Guðs, hins upphafna, hins mikla.

Ver þess fullviss með sjálfum þér, að vissulega hefur sá sem snýr sér frá þessari Fegurð einnig snúið sér frá boðberum fortíðarinnar og sýnir dramb gagnvart Guði frá eilífð til eilífðar.

Lær vel þessa töflu, ó Ahmad. Syng hana um daga þína og meina eigi sjálfum þér um það. Því að sannlega hefur Guð áformað þeim sem hana syngur endurgjald hundrað píslarvotta og þjónustu í heimunum báðum. Þessa hylli höfum vér veitt þér sem vott um örlæti frá vorri hendi og miskunn frá návist vorri, svo að þú megir heyra til hinum þakklátu.

Sem Guð lifir! Ef einhver sem ratað hefur í þjáningu eða sorg les þessa töflu af fullkominni einlægni, mun Guð eyða hryggð hans, leysa úr erfiðleikum hans og taka frá honum mæðu hans. Vissulega er hann hinn miskunnsami og samúðarfulli.

Lof sé Guði, Drottni allra veraldanna.
-Bahá'u'lláh
-----------------------

Table of Contents: Albanian :Arabic :Belarusian :Bulgarian :Chinese_Simplified :Chinese_Traditional :Danish :Dutch :English :French :German :Hungarian :Íslenska :Italian :Japanese :Korean :Latvian :Norwegian :Persian :Polish :Portuguese :Romanian :Russian :Spanish :Swedish :Turkish :Ukrainian :